Ó-LÁN

Það er til vitnis um dæmalaust ábyrgðarleysi stjórnvalda að ráðherrar "Skjaldborgarstjórnarinnar" og "Morfís" við Austurvöll hafi hummað þetta fyrirsjáanlega mál um gengistryggð neytendalán fram af sér í heilt ár. Á meðan hafa svokölluð "fjármálafyrirtæki" (lesist fjársvikafyrirtæki) fengið hikstalaust að krefjast himinhárra upphæða af örvæntingarfullum fjölskyldum sem berjast í bökkum og drekkja þeim í hótunarbréfum ef tafir verða á greiðslum af stökkbreyttum ó-lánum.
 
Skyldu Müllers-æfingar geta bjargað ríkisstjórninni?Hvað voru eftirlitsstofnanir að hugsa eða öllu heldur starfsmenn þar á bæ? Hvar í heiminum voru stjórnendur FME, Seðlabankans og Neytendastofu? Hvers vegna höfum við þetta fólk á himinháum launum hjá okkur? Skyldi það hafa verið ráðið á faglegum forsendum eða fengið bitling í boði stjórnmálaflokks? Hér má t.d. lesa um það sem fyrrverandi yfirlögfræðingur FME aðhefst nú í boði ríkisins!
 
Er mælirinn enn ekki orðinn fullur? Nefndi einhver byltingu eða stjórnlagaþing? Mætum öll og mótmælum ólöglegum ó-lánum, næst í hádeginu á morgun við Íslandsbanka á Kirkjusandi.


mbl.is „Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen!

Það er mjög mikilvægt að almenningur kjósi strax í Iceslave málinu til að sýna í verki að nú er nóg komið af spillingu og viðbjóðslegri hagstjórn þessa lands!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 09:20

2 identicon

Paradísarheimt

Atlinn (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 09:34

3 Smámynd: corvus corax

Byltingu strax!

corvus corax, 15.2.2010 kl. 13:49

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það verð ég að segja að ekki er þetta falleg mynd af manninum. Virðist vera að blessa eitthvað út í loftið og komin 6-7 mánuði á leið í meðgöngu, en sem karlmaður þá er það ekki málið svo Það ætti að senda þennan mann í þjálfun svo hlutföllin komist í lag...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.2.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: corvus corax

Meðganga? Þjálfun? Þetta er velmegunarvömb!

corvus corax, 15.2.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband