14.2.2010 | 15:49
Álitsgjafar í u-beygju?
Eyvindur G. Gunnarsson rökstuddi mál sitt á ákaflega trúverðugan hátt. Hæstiréttur á erfitt verk fyrir höndum, ekki síst því að trúverðugleiki réttarkerfisins er í húfi.
Annars langaði mig að minnast á það hvernig álitsgjafar dagsins í Silfri Egils virðast sjálf hafa tekið u-beygju í Icesave málinu. Bæði Eiríkur Bergmann og Íris Erlingsdóttir hafa verið ákaflega gagnrýnin á þátt forsetans í þessu máli svo vægt sé til orða tekið en nú sögðu þau hvorugt eitt einasta styggðaryrði um hann. Meira að segja talaði Eiríkur mjög fallega um forsetann og framkomu hans í erlendum fjölmiðlum, enda sagði hann að Ólafur Ragnar væri "eini maðurinn sem talar fyrir hönd Íslands á erlendum vettvangi". Það er vissulega virðingarvert að geta skipt um skoðun eftir því sem forsendur breytast en stundum finnst mér að ákveðnir fræðimenn (ekkert frekar Eiríkur en margir aðrir) séu "mainstream" og fylgi um of afstöðu stjórnvalda hverju sinni.
Stjórnmálafræðingnum tókst einnig á undraverðan hátt að greina framvindu Icesave málsins án þess að minnast einu orði á þátt almennings í atburðarásinni. Samkvæmt Eiríki breytti forsetinn stjórnarháttum landsins með ákvörðun sinni þann 5. janúar en virðist algjörlega horfa framhjá því að forsenda þess var áskorun frá 56.089 Íslendingum. Reyndar tek ég undir með Eiríki í mörgu sem hann sagði um stjórnkerfið og áhugaleysi stjórnmálaflokkanna á raunverulegum lýðræðisumbótum. Áður var brýnt að endurskoða stjórnarskrána en nú er það algjör nauðsyn.
Íris viðurkenndi hins vegar að hafa sjálf skipt um skoðun í Icesave málinu hundrað sinnum og líklega geta margir sagt það sama.
Yrði u-beygja hjá Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.