13.2.2010 | 02:12
Skyldi þursinn rumska?
Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fjármálafyrirtækja og ráðamanna við þessum vel rökstudda dómi. Hingað til hafa bæði ráðherrar í "Skjaldborgarstjórninni" og helstu forsvarsmenn bankanna hummað fram af sér fjölmörg rök fyrir því að gengistryggðu lánin væru í raun brot á lögum nr. 38/2001 eða fullkomlega ósanngjörn vegna forsendubrests og atburðarásar sem skrifast verður alfarið á ábyrgð lánveitenda.
Reyndar má týna til mun fleiri lagaleg rök fyrir ógildingu þessara veðskuldabréfa, svo mörg að mann hreinlega sundlar. Voru lögfræðingar bankanna sálugu virkilega svo uppteknir við "skapandi" lagaflækjur að þeir hreinlega létu hjá leiðast að skoða hvort algengir lánasamningar væru í raun löglegir?
Við skulum bara hafa það í huga að enn er löng barátta framundan og að það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það eru mörg ljón í veginum.
![]() |
Gengislánin dæmd óheimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru vissulega ljón sem kunna að verjast með klóm og kjafti. Breytir ekki því að þetta er stórmerkilegur dómur og að í honum felst a.m.k. vonarglæta.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.2.2010 kl. 10:06
Vona að Hæstiréttur snúi ekki þessum dómi við
Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.