Lýðræði eða fáræði?

Fyrir kurteisis sakir óska ég efstu mönnum til hamingju með úrslit kosninganna. Ég er ánægður að sjá Hjálmar Sveinsson ná baráttusætinu og tel líklegt að einhverjir kjósi Samfylkinguna til að auka líkur hans á að ná kjöri í vor.

Lýðræði?Mig langar að benda á það hversu brenglað lýðræði birtist okkur í þessum úrslitum. Í fyrsta lagi ákvað Samfylkingin líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hver skyldi leiða listann og augljóslega vildu engir frambjóðendur rugga bátnum með því að skora ókrýndan leiðtoga á hólm.

Í öðru lagi voru þátttakendur í prófkjörinu einungis 2.656 eða 33,7% af kjörskrá. Í kosningunum 2006 kusu 29.721 einstaklingar lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og ef sú tala helst nokkurn veginn óbreytt í vor má álykta að einungis 9% af kjósendum hafi í raun tekið þátt í uppröðun listans. Reyndar er sú tala líklega enn lægri því að nokkuð er um að fólk skrái sig til leiks af greiðasemi við einstaka frambjóðendur eða kjósi jafnvel í prófkjörum flestra flokka.

Þeir sveitarstjórnarmenn sem hafa talað hve mest á móti nýju frumvarpi um breytingu á kosningalögum mega til með að skammast sín fyrir að standa í vegi fyrir að kjósendur hafi raunverulega eitthvað um það að segja hverjir veljast sem fulltrúar í sveitarstjórnunum.

Svo er að lokum rétt að benda á að hlutfallslega sitja miklu færri fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur heldur en gerist og gengur í borgum og bæjum á Norðurlöndum. Reyndar hefur fjöldi fulltrúanna 15 ekkert breyst síðan í upphafi síðustu aldar þegar 6.321 íbúar voru í Reykjavík. Nú eru íbúarnir orðnir  118.665 og því eru 7.911 þeirra á bak við hvern kjörinn fulltrúa, ótrúlegt en satt!


mbl.is Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður. Heyrði aðeins í Hjálmari Sveinssyni í sjónvarinu í kvöld og fannst hann afar málefnalegur. Er annars ekki vel að mér um hæfi einstakra frambjóðenda Samfylkingarinnar. Dagur B Eggertsson er að mínu mikill leiðtogi. Tek undir með þér um ágalla kosningalaga á Íslandi og nauðsyn þess að þau séu endurskoðuð hið allra fyrsta

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband