21.1.2010 | 12:00
Eldfimt efni
Eva Joly mætti í Kastljósið 10. júní sl. og krafðist þess m.a. að Valtýr Sigurðsson færi frá sökum vanhæfis. Hún sagði þar m.a.:
"This is not possible to live with and in this society this has to be dealt with. We need a state prosecutor and we need him to be in full posession of his possibility of action. And also because when your parliamentarian commission will give the report in November [February], the state prosecutor will make the filter of what can be handled on to the special prosecutors office and then there must be no suspicion on how this work is done."
Það var líklega ekki að ástæðulausu að Eva Joly lagði svo mikla áherslu á að Valtý bæri að víkja. Nú hefur hann sent frá sér ákæru gegn 9 mótmælendum sem væntanlega verður bara sú fyrsta af mörgum. Uppþotin á þingpöllunum 8. desember voru eiginlega bara forsmekkurinn að því sem síðar átti sér stað. Varla verður vægar tekið á þeim mótmælendum sem harðast gengu fram þegar byltingin stóð sem hæst.
Í öllu falli hefur Valtýr að frumkvæði skrifstofustjóra Alþingis nú dreift mjög eldfimu efni sem fuðrað gæti upp við minnsta tilefni. Það er auðvitað reginhneyksli að yfirvöld skulu beita sér að fullum þunga gegn mótmælendum á sama tíma og fjárglæframenn sem eyðilögðu orðstír þjóðarinnar skuli fá að ganga frjálsir ferða sinna og lifa kóngalífi erlendis fyrir þýfið sem þeir komu undan.
Ætla Íslendingar virkilega að láta þetta yfir sig ganga???
Ég hvet alla til að sjá frábæra nýja heimildamynd Gunnars Sigurðssonar og Herberts Sveinbjörnssonar "Maybe I should have - Frásögn frá efnahagsundrinu Íslandi". Hún verður sýnd frá og með 5. febrúar í kvikmyndahúsum og lætur engan ósnortinn. Þessi mynd er gerð af sönnum harðjöxlum sem sitja ekki á rassgatinu og yppta öxlum þegar hvert hneykslið á fætur öðru skekur þjóðfélagið okkar og spillir áliti umheimsins á þeim sem hér búa.
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Eitt skaðlegasta mein í samfélaginu er fílabeinsturn embættismanna. Það setur að mér hroll og það setur að mér mikinn ótta þegar kemur að birtingu skýrslu Páls Hreinssonar. Það sem ég á von á þar er þrívíddarmynd af goggunarröð spilltra pólitíkusa þar sem tiltekin fórnarlömb og sérvalin verða til að skýla þeim sem eru ósnertanleg.
Þetta er ólíklegt að beri annan árangur en þann að þjóðin gengur af göflunum.
Það er nefnilega löngu búið að finna þessa glæpamenn flesta og þjóðin bendir fingri sínum á þá.
Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.