16.1.2010 | 09:12
Að byrja á öfugum enda
Þau Jóhanna og Steingrímur hafa verið óspör á yfirlýsingar um það að Icesave samningarnir hingað til væru eins hagstæðir og mögulegt sé. Nú þegar að rætt er um nýjar samningaviðræður virðist þeim helst detta það í hug að biðja um örlítið lægri vexti.
Að mínu mati er algjört frumskilyrði að fá þungavigtarfólk í lið með okkur í þetta sinn sem getur og vill haldið á lofti rökum fyrir því að þetta sé ekkert einkamál á milli Íslendinga og Breta annars vegar og Íslendinga og Hollendinga hins vegar. Tölum ekki um vexti fyrr en búið er að ræða forsendur, ábyrgð og lagalegar skyldur. Tölum heldur ekki um vexti fyrr en búið er að fara í saumana á því hvernig Bretar geti aðstoðað við að sækja þýfi íslenskra fjárglæframanna í skattaskjólum á bresku yfirráðasvæði.
Látum ekki stjórnast af heigulshætti eða afdalamennsku enn eina ferðina. Margir breskir blaðamenn virðast hafa meiri skilning á málinu en ríkisstjórn Íslands, sjá t.d. hér og hér. Er virkilega til of mikils mælst að krefjast réttlátrar málsmeðferðar, þ.e. að þeir borgi mest sem skaðanum ollu?
![]() |
Myndu stefna á lægri vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.