10.1.2010 | 23:32
Ögmundum Icesave
Ég ætla að vitna hér í ummæli Michael Hudson úr Silfri Egils í dag:
"Hvað er Evrópa eiginlega? Er hún hópur bankamanna eða sósíal-demókratískt samband sem reynir að bæta kjör almennings eins og flestir Íslendingar sem vilja í ESB ímynda sér?"
Steingrímur J. Sigfússon skuldar kjósendum sínum útskýringar á ýmsu, sennilega mun fleiru en hann kærir sig um að telja saman. Eitt af því er stuðningur hans við aðildarumsóknina sl. sumar sem kom sem köld gusa framan í marga kjósendur VG skömmu eftir kosningarnar. Það minnsta sem hann gæti gert núna væri að reyna að finna svar við spurningu hins snjalla bandaríska hagfræðings sem hlýtur vissulega að brenna á vörum margra Evrópubúa þessa dagana.
Ögmundur Jónasson sagði í sama þætti:
"Núna, þar sem að kemur upp staða þar sem viðhorfin erlendis eru okkur hagfelldari, þá nýtum við þá stöðu. Að sjálfsögðu."
Skyldi Grímur ætla að slá hausnum við steininn eða ögmunda Icesave?
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Athugasemdir
Hudson snertir þarna nákvæmlega á kjarna málsins. Vilja menn ganga í evrópubandalag bankstera? Vilja menn ganga í bandalag þar sem örfáar herraþjóðir blóðmjólka þær minni, eins og nú er raunin? Sarcozi, Berlusconi, Brown. Allt saman banksterar og agentar græðgisaflanna, sem ætla engu að breyta og beyta öllum klækjum til að svo verði. Um það snýst samstaða Íslendinga og um það snýst sú samstaða, sem við hljótum nú að utan. Þetta sjá allir nema Steini og Jóka.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 23:59
Þetta var frábær þáttur hjá Agli og landinn hefur svo sannarlega fengið um margt að hugsa. Elvira stóð sig frábærlega, virkilega rödd skynseminnar. Skilaðu góðu þakklæti til hennar. Við þurfum fleiri svona raddir utan úr hinum stóra heimi þá mun okkur auðnast að standa saman og ná fram hugarfarsbreytingu í stjórnmálunum sem við þörfnumst svo sárlega.
Helga Þórðardóttir, 11.1.2010 kl. 00:55
Já þetta gengur ekki lengur þessi þvæla í stjórninni hún var kosin fyrir fólkið í landinu ekki menn.
Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 01:07
Þátturinn hja Agli Silfur Egils var frábær að vanda en það sem ég botna hreinlega ekki í er að VG ætla ekkert inn í ESB bara Samfylkingin. Hvernig getur svona pólitík talist trúverðug á erlendri grundu.
Samfylkingarfólk ætti að skreppa út og ræða við Grikki um ástandið þar skulda aðeins 300 milljarða Evra Spán og Ítalinu og stutt í að Portugal hrynji niður. Hvaða deild skyldum við ætla í innan ESB á meðan hin löndin sökkva vegna Evrunnar. Mér finnst að Jóhanna Sigurðardóttir skuldi þjóðinni hvernig hún sér ástandið í ofangreindum löndum og hvert hún vilji leiða þjóðina.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.