Sóðalegur yfirgangur

Nú vilja eigendur gamla friðaða hússins við Veghúsastíg láta áminna þann starfsmann borgarinnar sem sagði þá láta húsið drabbast niður. Húsið hefur verið í niðurníðslu árum saman. Myndin hér að neðan er frá því í mars 2011 og greinilegt að ekkert hefur verið gert sl. 7 ár. Eigendur hússins eiga eflaust fé til endurbóta en vilja heldur byggja stórt á lóðinni, þrátt fyrir friðun. Þess vegna létu þeir það drabbast niður nágrönnum og vegfarendum til ama, dapurlegt en satt. Þetta er sóðaskapur og eigendum hússins engan veginn til sóma. Verst að borgaryfirvöld grípi ekki inn og setji dagsektir eða láti gera húsið upp á kostnað eigenda.


IMG_9292


mbl.is Telja ástæðu til að áminna starfsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband