21.5.2011 | 11:28
"Venjulegt fólk"
Fyrir stuttu síðan átti ég samtal við ungan mann, fjölskylduföður með konu og 2 lítil börn. Ungu hjónin (ca. 26 ára) keyptu sína fyrstu íbúð skömmu fyrir hrunið og lögðu aleiguna (5 milljónir) á móti 15 milljón króna verðtryggðu húsnæðisláni.
Nú eru þau búin að selja íbúðina, verðið dugði ekki fyrir skuldunum og fjölskyldan er að flytja til Noregs þar sem framtíðin bíður þeirra. Aleigan brann upp við það eitt að kaupa litla íbúð og slá lán fyrir 75% kaupverðsins.
En líklega er þetta ekki "venjulegt fólk" í augum hins dæmigerða stjórnmálamanns.
![]() |
Allir urðu fyrir eignabruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)