2.5.2011 | 10:17
Delirium ministerium
Í fréttum Stöðvar 2 sl. þriðjudag var Árni Páll Árnason spurður út í mögulega skaðabótaskyldu ríkisins vegna hinna ólögmætu gengistryggðu lána í tilefni þess að um 1.000 einstaklingar höfðu staðið að mjög ítarlegri kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA):
Fréttamaður: "Óttastu niðurstöðu ESA?"
Ráðherra: "Nei, ég eiginlega fæ það nú ekki alveg til að ganga upp hvað verið er að horfa til þar því að kvörtunin hún snýr að ákvörðunum Hæstaréttar um það með hvaða hætti vextir voru ákvarðaðir, og niðurstöðu Hæstaréttar að því leyti. Ég get ekki fengið það til að ganga upp að það eigi að baka ríkinu bótaskyldu. Löggjafinn á ekkert val um neitt annað en að fylgja fordæmi Hæstaréttar. Það er ekki þannig að löggjafinn geti tekið aðrar ákvarðanir en Hæstiréttur tekur."
Ég leyfi mér að vitna í ágætan lögmann sem horfði furðu lostinn á þetta viðtal og skrifaði að því loknu:

"Svo að lokum talar hann um að ákvörðun Hæstaréttar geti ekki bakað ,,ríkinu" bótaskyldu ------ veit maðurinn ekki að dómsvaldið sé einn af þremur örmum ríkisvaldsins?"
![]() |
Gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)