Fólk vill fá ábyrgari og samfélagsvænni fjármálastofnanir

Ég á spænskan tengdapabba sem er fremur íhaldssamur lögfræðingur, kominn á eftirlaun. Hann hringdi í morgun og óskaði okkur til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þrátt fyrir að vita ekki hvernig atkvæði okkar féllu.

Almenningur á Spáni hefur svo sannarlega fengið að kenna á samdrætti og afleiðingum óábyrgrar stefnu banka og ríkisins í fjármálum. En á meðan að fólk flest neyðist til að þrengja sultarólina og jafnvel lifa á atvinnuleysisbótum sem duga vart fyrir mat, hefur lítið breyst í sjálfu fjármálakerfinu. Fólk kallar eftir ábyrgara og samfélagsvænna regluverki en lítið gerist fyrr en fólk segir hingað og ekki lengra.

Við skulum vona að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar marki upphafið að ábyrgari fjármálastjórnun á Íslandi og að annars konar bankastarfsemi fylgi í kjölfarið. Það eru mikil vonbrigði að "nýju" bankarnir skuli hafa verið byggðir á gömlum og úreltum gildum. 


mbl.is „Gott hjá Íslendingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband