Guð blessi minningu Sjálfstæðisflokksins.

Það hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir fræðimenn að íslenskir fjölmiðar skuli dag eftir dag fylla síður sínar með ekki-fréttum af áttavilltum frambjóðendum til forystu fyrir stjórnmálasamtök sem vissulega áttu erindi á árunum um og fyrir seinni heimstyrjöldina.

Á sama tíma eru margir erlendir fjölmiðar fullir af uggvænlegum fréttum af efnahagsástandinu í Evrópu og Evrunni, sem fjarar undan dag frá degi. En kannski flyta íslenskir fjölmiðlar bara þær fréttir sem lesendur þeirra kæra sig um að lesa og eigendum þeirra eru þóknanlegar, líkt og svo oft áður.

"Það er eins og sumir hafi ekkert lært" sagði Bjarni Benediktsson rétt í þessu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Því miður var hann ekki að tala um sig og sitt fólk. Hann var heldur ekki að tala um íslenska fjölmiðla. Mér heyrðist hann helst vera að tala um fólkið sem kallar eftir grundvallarbreytingum á umhverfi stjórnmálamanna. Það kæmi reyndar ekki á óvart.

Fólkið sem situr nú og hlustar á mann sem talar eins og Georg W. Bush, vill gjarnan trúa því að allt verði eins og áður, bara ef gamli góði flokkurinn kemst aftur til valda. En það mun ekki gerast því almenningur er farinn að sjá í gegnum fagurgalann og átta sig á því að það eru sérhagsmunir fárra útvalinna sem ráða för.

Guð blessi minningu Sjálfstæðisflokksins. Farið hefur fé betra.


mbl.is Landsfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband