23.1.2011 | 00:48
Er tóm pyngja uppspretta vellíðunnar?
Þegar ég fór síðast í gufubað á Laugarvatni (sjá 2 næstu myndir) minnir mig að aðgangaeyririnn hafi verið 300 krónur. Það var haustið 2007, skömmu áður en svokallaðir "athafnamenn" létu stórvirkar vinnuvélar rústa þessu séríslenska fyrirbæri.
Í 3 heil ár leit svo svæðið út eins og sjá má á neðstu 2 myndum og ekkert gert til að fegra það. Líklega skorti athafnamennina lánsfé. Eða þá að þeir voru ó-löglega afsakaðir.
En nú er sem sagt komið nafn á nýju gufuna. Fontana skal hún heita og verðmiðinn tilbúinn, 2.100 krónur. Það er nákvæmlega 7 sinnum hærra verð en árið 2007. Hefði ekki bara verið við hæfi að láta verðið vera 2.007 krónur?
Nú hljótum við að bíða spennt eftir að þessir snjöllu markaðsmenn finni okkar helstu ferðamannastöðum betri nöfn. Hver kærir sig um að skoða eitthvað með svo ómögulegt nafn sem Þingvellir?
En það var nákvæmlega ekkert að staðnum eins og hann var. Hann var engu öðru líkur. Því miður kom bankahrunið bara einu ári of seint. Of mikið framboð af lánsfé er líklega okkar versti óvinur - og jú, svonefndir "athafnamenn".
Sjá einnig ítarlega umfjöllun um skemmdarverk á Laugarvatni, fyrri hluti og seinni hluti. Einnig Íslenskur hryllingstúrismi.
![]() |
Gufan verður Fontana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)