Uppreisnin gegn Fjórflokknum

Eins og við var að búast sjá hvorki blaðamenn Morgunblaðsins né Fréttablaðsins ástæðu til að gera mikið úr stærsta hópnum í þessari skoðanakönnun. Um helmingur aðspurðra var ekki tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við fjórflokkinn. Þess í stað er því haldið fram að 43,4% þátttakenda styðji Sjálfstæðisflokkinn sem er auðvitað heilber ósannindi.
 
Annars ætla ég aldrei þessu vant að vísa í orð Guðmundar Ólafssonar hagfræðings úr viðtali á Rás 2 rétt fyrir áramót. Viðtalið er mjög áhugavert og er að finna efst í Spilaranum hér vinstra megin á síðunni, en þar segir m.a.:
 
Freyr Eyjólfsson: "En nú hafa nýlegar skoðanakannanir gefið til kynna að Fjórflokkurinn sé að vinna á ..."
Guðmundur: "Fjórflokkurinn? Það er ekkert að marka skoðanakannanir. Aðalatriðið í skoðanakönnunum, minn ágæti Freyr, er það að þeir sem ekki svara og taka ekki afstöðu, þeim hefur fjölgað alveg rosalega."
Freyr: "Hinn óstofnaði stjórnmálaflokkur er kannski stærstur?"
Guðmundur: "Já." .... "Ég á von á nýjum stjórnmálaöflum sem taka við. Við vitum í sjálfu sér ekki hvernig þetta verður."
 
Guðmundur talar mikið um þá spillingu og misnotkun valds sem fjórflokkurinn hefur stundað og vísar í nýútkomna ævisögu Gunnars Thoroddsen máli sínu til stuðnings. Þessi rúm 20% aðspurðra sem lýstu yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnun Fréttablaðsins ættu sérstaklega að leggja við hlustir eða lesa bókina um Gunnar.
 
 

mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband