11.1.2011 | 14:30
Kínverjar leyfa ekki sjálfir svona fjárfestingar
Í hádegisfréttum RÚV var viðtal við forstjóra Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Hann fullyrti líkt og Katrín Júlíusdóttir að salan á Elkem til kínversks stórfyrirtækis muni engu breyta um starfsmannahald og reksturinn hér á landi. Hér þori ég að fullyrða að um óskhyggju sé að ræða hjá þeim báðum því að Kínverjar hljóti einmitt að vilja hagræða í rekstrinum og gera breytingar svo að verksmiðjan skili auknum arði eða sé samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem við á. Annað væri fáránlegt. Hversu oft hefur maður ekki heyrt svona tal, t.d. í tengslum við útgerðarfyrirtæki og fiskveiðikvóta?
Rétt er að taka það fram að í Kína gilda þær reglur um verksmiðjur að þær verða að vera í meirihlutaeigu Kínverja. T.d. hafa ýmsir bílaframleiðendur sett þar upp verksmiðjur en mega sjálfir ekki eiga meira en 49% í þeim. Ætli Íslendingum væri ekki hollara að fara að fordæmi Kínverja í þessum málum?
Annars verður maður þunglyndur að hlusta á þennan ráðherra tjá sig eins og hún gerir:
"Hún [salan] hefur engin áhrif að ég tel, við erum bara með okkar regluverk hér á landi, á Íslandi, og sama hvort að erlendur einkaaðili komi frá Noregi eða Kína, þeir þurfa alltaf að lúta íslenskum reglum, og ég trúi ekki öðru en að þessir aðilar muni gera það. Ég sé engan mun á því hvaða erlendi einkaaðili á fyrirtæki hér á landi eins og í þessu tilfelli. Mér finnst hins vegar líka, kannski má segja, að það séu ákveðnar jákvæðar fréttir í þessu sem eru þær að fyrirtæki á Íslandi skuli vera álitið fýsilegur fjárfestingarkostur. Það hljóta að vera jákvæðar fréttir fyrir Ísland, sérstaklega á svona tímum eins og við erum að upplifa núna."
![]() |
Sala á Elkem breytir engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 13:06
Gamla Ísland á útsölu
Orkustofnun veitti í gær leyfi til "rannsóknarborana" í trássi við tilmæli umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Náttúrustofnunar. Ég hlustaði á viðtal við Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra í hádegisfréttum RÚV. Hann sagði eitthvað á þá leið að ekki væri verið að gefa skotleyfi á svæðið við Gjástykki, því einungis væri um "rannsóknarleyfi" að ræða.
Fólk sem gengur um Reykjanesið getur þar virt fyrir sér alls konar mannvirki og ófagurt rask sem eru afleiðingar rannsóknarleyfa. Ef til stendur að friða svæði eins og Gjástykki er rannsóknarleyfi einmitt mjög slæm hugmynd. Hvers vegna skyldi eiga að minnka verndunargildi staðarins og eyða til þess miklum fjármunum nema einmitt til þess að koma í veg fyrir friðun?
![]() |
LV fær rannsóknarleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)