Horfum til tækifæranna

Tillaga um að  Ísland dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka yrði því miður hvorki þingi né þjóð til framdráttar. Eins og sjá má hér er útilokað að tillagan fengist samþykkt en samkvæmt minni talningu myndu líklegast 36 þingmenn leggjast á móti henni og einhverjir sitja hjá.

Það er staðreynd að aðildarviðræðuferlið við ESB er formlega hafið. Hins vegar eru hinar raunverulegu aðildarviðræður enn sem komið er ekki hafnar og því full ástæða til að móta vel þær óskir sem Ísland mun leggja fram í þeim viðræðum. 

EvrópaÉg skora á þingmenn að nýta fremur tíma sinn til að leggja þessum aðildarviðræðum lið en að nota hvert tækifæri sem gefst til að tala gegn þeim og senda út þau skilaboð að við höfum ekkert við ESB að ræða.

Sjálfur sting ég upp á því að Ísland geri kröfu um "loftbrú" milli Íslands og Evrópu líkt og aðrir eyjaskeggjar innan ESB njóta. Íbúar á Kanaríeyjum borga t.d. einungis hálft fargjald þegar þeir ferðast á milli Spánar og Kanaríeyja. Mér finndist það sanngjörn krafa að Íslendingar sem aðildarþjóð væru ekki einangraðir hér sökum hárra fargjalda og í verri aðstöðu til að ferðast innan ESB.

Einnig sting ég upp á að hér yrði komið á fót miðstöð náttúruauðlinda innan ESB með áherslu á sjálfbæra nýtingu og að settar yrðu upp rannsóknarmiðstöðvar á  sviðum sjávarlífríkis og jarðhita.


mbl.is Óbreytt afstaða til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband