27.8.2010 | 10:30
Til hvers eru ungliðahreyfingar?
Ég velti því fyrir mér hver sé tilgangur ungliðahreyfinga eins og UVG. Er tilgangurinn sá að sýna aðhald gagnvart viðkomandi flokki og forystu hans, að berjast fyrir hagsmunum ungs fólks eða einfaldlega að vera stökkpallur inn í heim stjórnmálanna?
Hér má sjá pistlaskrif á heimasíðu UVG. Hvergi sé ég minnst einu orði á eitt mesta hitamál sumarsins, orkuauðlindamálið. Reyndar sé ég lítið minnst á umhverfismál yfirleitt. UVG-liðar virðast heldur ekki hafa miklar áhyggjur af máli 9-menninganna sem eiga yfir höfði sér fangelsisvist fyrir það eitt að mótmæla í húsakynnum Alþingis. Ekki sé ég heldur neitt skrifað um ósamstæðar fylkingar innan VG sem vart geta setið saman á fundum. Er því ekki ástæða til að velta vöngum yfir því hvort að félagsskapur UVG sé til skrauts eða hafi yfirleitt nokkurn tilgang?
Að því sögðu óska ég nýkjörnum formanni UVG á höfuðborgarsvæðinu til hamingju með embættið og hvet hana til dáða.
![]() |
Nýr formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)