14.7.2010 | 21:49
Mikið verk framundan
Það er gleðiefni að Guðrún Pétursdóttir skuli hafa verið kjörin formaður stjórnlaganefndar. Þessari nefnd er ætlað stórt og mikilvægt hlutverk sem er m.a. að kalla til þjóðfundar um efni nýrrar stjórnarskrár. Ljóst er að leiðin verður löng og ströng en ríkisstjórnin virðist fullkomlega vanmeta þann tíma og fjármagn sem verkefninu er ætlað.
Þó svo að stjórnlaganefnd sé ekki ætlað að semja nýja stjórnarskrá mun hún hafa talsvert um það að segja hvaða málaflokkar verði teknir til umfjöllunar. Í því sambandi er vert að rifja upp hugmyndir þær sem Guðmundur Alfreðsson, prófessor við háskólann í Strassboug og einn af okkar virtustu fræðimönnum tiltók í þættinum "Stjórnskipun lýðveldisins" frá 15. mars 2009. Hér er stutt yfirlit yfir þessa málaflokka, en röðin skiptir ekki máli:
- Þrískipting valdsins - skýrari afmörkun og styrking dómsvalds og löggjafarvalds gagnvart framkvæmdavaldinu.
- Rannsóknarnefndir - þingið gæti kallað eftir rannsókn um ákveðið efni - fundir haldnir fyrir opnum tjöldum.
- Kjördæmaskipting - landið eitt eða fleiri kjördæmi - einmenningskjördæmi?
- Ráðherrar - ráðherrar ættu ekki að sitja á þingi að mati Guðmundar.
- Forsætisráðherra - ætti hann að vera kosinn beint? - Guðmundur telur að það gæti veikt þrískiptinguna.
- Forsetaembættið - neitunarvaldið.
- Þjóðaratkvæðagreiðslur - ákveðinn hluti þjóðarinnar eða ákveðinn hluti þingmanna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ákeðin efni.
- Dómstólar og skipun dómara - hversu mörg dómsstig? - stjórnarskrárdómstóll? - Guðmundur telur að sérfræðinganefnd ætti að meta hæfi umsækjenda, ráðherra að skipa og aukinn meirihluti Alþingis að staðfesta.
- Umboðsmenn og mannréttindaráð - tryggja þarf sjálfstæði umboðsmanna og setja reglur um skipun þeirra.
- Skipun embættismanna - tryggja þarf að hæfi og reynsla ráði frekar en pólitísk tengsl.
- Jafnréttis- og mannréttindareglur - gagnsæi og aðgangur að opinberum gögnum.
- Þjóðkirkjan - aðskilnaður ríkis og kirkju - jafnrétti milli trúarbragða.
- Náttúruauðlindir - fullveldis- og eignaréttur.
- Umhverfismál - stefnuyfirlýsing.
- Aðlild að yfirþjóðlegum stofnunum - ESB eða öðrum - á að setja skilyrði um aukinn meirihluta í atkvæðagreiðslu?
- Breytingar á stjórnarskrá - skoða þarf skilyrði um þátttöku í atkvæðagreiðslum.
"Mér finnst allt of lítill tími ætlaður til stjórnlagaþings. Ég gæti ímyndað mér að það tæki einhverjar vikur eða mánuði bara fyrir þingið að skrifa sér fundarsköp, ákveða nefndarskipanir, ákveða hvað þyrfti að kanna frekar ofan í kjölinn og safna upplýsingum frá öðrum löndum. Þetta eru margir málaflokkar og stórir þótt að yrði ekki farið yfir nema suma þeirra. Það á að gera þetta vel, það á ekki að kasta að þessu höndunum og mér þætti ekkert ólíklegt að svona þing þyrfti að starfa í, ekki bara eitt ár, heldur tvö eða þrjú ár. Og þar að auki...það þarf líka að setja miklu skýrari reglur eða hugmyndir á borðið um það hvernig eigi svo að halda áfram sambandinu við þjóðina - hvernig eigi að halda fundi út um allt land með sveitarfélögum, með hagsmunasamtökum, með sérfræðingahópum o.s.frv. Ég horfi þá til Suður-Afríku þar sem var mjög gott skipulag og kerfi á þessu og mikil sátt um framkvæmdina, og ég held að það þurfi að búa til eitthvað svipað fyrirkomulag hérna á Íslandi. Þetta verði ekki bara eitthvað 40 eða 60 manna þing sem lokar sig inni í einhverja mánuði og afgreiðir eitthvað. Það þarf miklu meiri og víðtækari umræðu í þjóðfélaginu þannig að það yrði samstaða um þetta nýja og vonandi mjög góða skjal."
"Þetta er mikið mál að standa í. Mér finnst peningunum vel varið. Ef okkur tekst að búa hérna til betra, réttlátara, skilvirkara þjóðfélag, þá er þessum peningum tvímælalaust vel varið og algjört aukaatriði að vera að slást um það hvort það kosti einhvern einn eða tvo eða þrjá milljarða."
![]() |
Guðrún formaður stjórnlaganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2010 | 11:50
Meirihluti nefndar áhugamanna hunsaði sérfræðiálit
Elvira Méndez Pinedo, dr. í Evrópurétti og dósent við Háskóla Íslands mætti fyrir nefnd um erlenda fjárfestingu og lagði fram upplýsingar sem hún setti einnig á bloggsíðu sína, sjá hér.
Að mati Elviru er verið að misnota reglugerð EES til þess að sniðganga íslensk lög. Hún lítur svo á að Evrópulöggjöfin sé í eðli sínu hlutlaus og að það sé hreint ekki í anda laganna að samþykkja sýndargjörning þann sem settur var á svið með aðstoð lögfræðistofu í Svíþjóð.
Einhverra hluta vegna kaus meirihluti nefndarinnar að líta framhjá áliti Elviru sem þó verður að teljast einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði Evrópuréttar.
![]() |
Kanadamenn á hinu gráa EES-svæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |