Fráleit ummæli

Miðað við málflutning ráðherrans lengst af var hann alveg sáttur við að dómstólar hefðu úrskurðarvald í þessi mikla deilumáli sem varðar tugþúsundir einstaklinga. Nú kveður við annan tón og ljóst að ríkisstjórnin var ekki viðbúin þessari niðurstöðu, svo ótrúlegt sem það kann að virðast.

Gylfi Magnússon er hluti af framkvæmdavaldinu sem hefur verið legið á hálsi að valta yfir löggjafarvaldið. Nú hikar hann ekki við að leggja dómsvaldinu línurnar með svo ótvíræðum skilaboðum og gerir í leiðinni lítið úr áliti margra valinkunnra lögspekinga. Það er fullkomlega óeðlilegt og því ætti Gylfi að víkja úr sæti sínu sem fyrst.


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband