Forystumenn í afneitun

Þeir sem tala um Besta flokkinn sem grínframboð hafa einkennilegan húmor. Hinir sönnu grínistar eru forystumenn fjórflokkanna sem ýmist telja sinn flokk hafa unnið varnarsigur eða geta vel við unað.

Byltingin er í fullum gangiStóru fréttirnar í Reykjavík eru þær að einungis 37.234 íbúar af 85.808 á kjörskrá greiddu einhverjum hinna rótgrónu fjórflokka atkvæði sitt. Samtals eru þetta 43,4% kjósenda sem þýðir að 56,6% sáu ekki ástæðu til að afhenda þessum "reynsluboltum" atkvæði sín enn eina ferðina.

Þeir sem sjá ekki að þetta er bylting í stjórnmálum, þeim er örugglega ekki treystandi fyrir stjórn okkar mála.

 


mbl.is Sigur Besta flokksins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband