11.5.2010 | 23:55
Ekki háttur sannra víkinga
Að líkja þessum mönnum við víkinga var ágætlega til fundið. Þeir rændu og rupluðu hvar sem þeir komust með klærnar. Að vísu virðist nafni minn ekki vera mikil hetja þegar á reynir. Að hlaupa í felur var ekki háttur sannra víkinga.
Ég ætla rétt að vona að þessir svindlarar sem helstu fulltrúar þjóðarinnar upphófu í guða tölu verði ærulausir gerðir fyrir að fara svona með eigin þjóð. Forsetinn, ráðherrarnir, stjórnmálaflokkarnir og fjölmiðlarnir ættu skilyrðislaust að viðurkenna dómgreindarleysi sitt og skulda kjósendum afsökunarbeiðni á hnjánum. Stjórnarmenn lífeyrissjóðanna og Viðskiptaráð ættu skammast sín og taka pokann sinn. Illa fóru þau öll að ráði sínu. Almenningur verður svo líka að líta í eigin barm.
![]() |
Interpol lýsir eftir Sigurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2010 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2010 | 20:47
BB og MM
BókhaldsBrellur og MarkaðsMisnotkun - það voru þeirra ær og kýr. Hann nafni minn flýr ekki réttvísina lengi, jafnvel þó svo að hann sé með Gesti.
Ég er brjálaður út í þessa menn og líka þá dómara sem skipaðir voru á annarlegum forsendum og lögmenn sem standa vörð um rotið kerfið.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2010 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)