18.2.2010 | 09:41
Brotabrot í landkynningu?
Það er ekki síst fyrir tilstuðlan íslenskrar menningar að áhugi erlendra ferðamanna hefur vaknað á landi og þjóð. Íslensk tónlist og íslenskar kvikmyndir koma fyrir augu og eyru fólks í fjölmörgum löndum og vekja forvitni og áhuga.
Nú liggur fyrir að "Skjaldborgarríkisstjórnin" hikar ekki við að skera niður stóran hluta af framlögum ríkisins til kvikmyndagerðar, þrefalt meir en til annarra greina. Auk þess hefur Páll Magnússon (bráðum fyrrverandi) útvarpsstjóri lýst því yfir að RÚV muni stórlega draga úr innkaupum frá innlendum framleiðendum og þannig gefið íslenskri kvikmyndagerð fingurinn.
Þeir sem halda því fram að ríkið eigi ekki að styrkja innlenda kvikmyndagerð virðast ekki sjá samhengi hlutanna því að ótalmargt hangir á spýtunni. Landkynning er einungis einn þáttur af því.
![]() |
Ferðamenn skila 155 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)