13.2.2010 | 20:04
Bitlausir fjölmiðlar
Ég veit fyrir víst að reynt var að fá fjölmiðla til að fjalla um þetta mál fyrir 3 mánuðum síðan en án undirtekta:
Það hefur sýnt sig oftar en tölu verður á komið að margir íslenskir fjölmiðlar eru engan veginn að standa sig og hafa í raun tekið þátt í "skjaldborgarsmíði" stjórnvalda utan um fjármagnseigendur. Kemur reyndar sumum á óvart. DV er vissulega undanskilið og nokkrir einstaklingar á RÚV hafa átt mjög góða spretti.
![]() |
Situr beggja vegna borðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2010 | 02:12
Skyldi þursinn rumska?
Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fjármálafyrirtækja og ráðamanna við þessum vel rökstudda dómi. Hingað til hafa bæði ráðherrar í "Skjaldborgarstjórninni" og helstu forsvarsmenn bankanna hummað fram af sér fjölmörg rök fyrir því að gengistryggðu lánin væru í raun brot á lögum nr. 38/2001 eða fullkomlega ósanngjörn vegna forsendubrests og atburðarásar sem skrifast verður alfarið á ábyrgð lánveitenda.
Reyndar má týna til mun fleiri lagaleg rök fyrir ógildingu þessara veðskuldabréfa, svo mörg að mann hreinlega sundlar. Voru lögfræðingar bankanna sálugu virkilega svo uppteknir við "skapandi" lagaflækjur að þeir hreinlega létu hjá leiðast að skoða hvort algengir lánasamningar væru í raun löglegir?
Við skulum bara hafa það í huga að enn er löng barátta framundan og að það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það eru mörg ljón í veginum.
![]() |
Gengislánin dæmd óheimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)