Gott hjartalag?

Ég óska Degi Kára til hamingju með að myndin kemur loksins fyrir sjónir almennings hér á Íslandi. Tökur á henni stóðu yfir vorið 2008, lengst af í frábærri leikmynd sem sett var upp í skemmu í Vesturbænum.

Brian Cox á barnumMargir þeirra sem störfuðu við myndina hafa beðið frumsýningarinnar lengi, m.a. vegna þess að einhverjar eftirstöðvar voru eftir á greiðslum til fólks fyrir upptökurnar. Annar framleiðandinn, Þórir Snær Sigurjónsson hringdi reyndar í mig rétt í þessu og lofaði að ganga frá öllum lausum endum fyrir frumsýningardag í sátt við það fagfólk sem að málinu kom. Það eru góðar fréttir en ég ítreka að hann verður að standa við gefin heit.

Vonandi verður frumsýning myndarinnar eins hátíðleg og tilefni er til. Hún á það eflaust skilið.


mbl.is Stikla úr The Good Heart frumsýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband