4.12.2010 | 01:10
Ekki spurt um sanngirni
Svokallaðir samningsaðilar, þ.e. forsvarsmenn lífeyrissjóða, fjármálastofnana og ríkisins voru ekkert að fara í launkofa með það hvað "samningurinn" gengur út á:
Jóhanna Sigurðardóttir: "Með þessum aðgerðum og þeim 50 sem fyrir eru þá teljum við að við séum búin að ná utan um vandann. Við vonum það. Við erum búin að ganga eins langt og við mögulega getum, allir aðilar í þessu máli."
Arnar Sigurmundsson, formaður landssamtaka lífeyrissjóða (við spurningunni "Hefði ekkert verið að gert, hvernig metið þið þá að kosnaðurinn hefði verið fyrir lífeyrissjóðina hefði ekki verið neinar aðgerðir vegna vanskila?"): "Við búumst við að sá kostnaður þegar upp er staðið hefði jafnvel verið meiri. Lífeyrissjóðirnir eru ekki að falla frá kröfum sem eru innheimtanlegar. Það er meginmálið."
Árni Páll Árnason: "Þessi aðgerð, hún er miðuð að því að koma skuldsetningu niður í 110% en það er mikið réttlætismál að þá séu allar eignir fólks undir, að fólk geti ekki haldið eignum út úr heildarmyndinni."
Hér er einfaldlega verið að ganga að eigum fólks, svo einfalt er það. Forsendubresturinn er algjör en kröfuhafar ætla ekki að afskrifa neinar aðrar skuldir almennings en þær sem þeir sjá ekki fram á að geta innheimt með einu eða öðru móti. Jóhanna Sigurðardóttir treystir sér ekki til að ganga lengra en á byrjunarreit og sendir ráðdeildarsömu fólki reikninginn. Um Árna Pál ætla ég að hafa sem fæst orð.
Umboðsmaður skuldara afgreiðir 2 mál á dag að jafnaði. Með þessum hraða mun það taka a.a. 100 ár að koma til móts við skuldavanda 50.000 aðila með sértækum hætti.
"Norræna velferðarstjórnin" er líklegast réttnefni eftir allt þar sem að stórir hópar fólks sjá sér nú þann kost vænstan að flytja búferlum til Norðurlandanna.
![]() |
Hinir ráðdeildarsömu tapa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)