16.12.2010 | 22:58
Góð í að gera ekki neitt
Julian Assange sat í fangelsi í 9 daga án ákæru. Þá fyrst var honum sleppt gegn 44 milljón kr. tryggingu með áfastan eftirlitsbúnað. Hann má næstu vikurnar ekki yfirgefa Bretland, ekki vera utandyra um kvöld og nætur og verður að halda til á ákveðnum stað. Þetta hlýtur því að vera næsta stig við stofufangelsi og telst nokkuð vel í lagt þar sem að ekki er líklegt að hann hafi brotið nein lög.
Á Íslandi rændi hópur manna bankana innanfrá. Með útsmognum hætti komu þeir höndum yfir sparifé landsmanna og reynar einnig sparifé fjölmargra annara víða um lönd. Afleiðingar þess eru m.a. laskað þjóðarstolt og niðurlæging, stórfelld eignaupptaka, atvinnuleysi, andleg vanlíðan, landflótti, biðraðir við hjálparstofnanir og í verstu tilfellum sjálfsmorð. Þessir "athafnasömu" menn ganga allir lausir án eftirlitsbúnaðar, takmörkunar á ferðafrelsi eða greiðslu tryggingar.
Íslensk stjórnvöld hafa sérhæft sig í að skoða málin. Þau skoða og skoða en gera ekkert róttækt til að leysa vandann. Réttlætið er fótum troðið og almenningur er búinn að missa alla tiltrú á Alþingi og stjórnmálaflokkum. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta ekki einu sinni mannað sig upp í að fordæma pólitískar ofsóknir gagnvart Julian Assange. Skyldu þeir segja eitthvað ef Kristinn Hrafnsson yrði tekinn höndum?
![]() |
Assange óttast framsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.12.2010 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)