Nú verður ekki aftur snúið

Þjóðfundurinn er glæsileg byrjun á endurreisn lýðveldisins. Marktækt úrtak þjóðarinnar virðist ekki hafa látið það vefjast fyrir sér að forgangsraða því sem máli skiptir á 21. öldinni. Stjórnlagaþingið þarf ekki að vera í vafa um það hvar áherslurnar liggja.

Ótal úrtöluraddir munu eflaust hljóma á næstu dögum og vikum til að gera lítið úr niðurstöðum þjóðfundarins. Látum þær ekki rugla okkur í ríminu. Allt of stór hópur fólks byggir afkomu sína á óbreyttu ástandi, þ.e.a.s. misrétti, misskiptingu og ýmsum sérhagsmunum.

Næst á dagskrá er að kjósa verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið. Varast ber að kasta til þess höndum og velja kunnugleg andlit án þess að kynna sér vel hvað býr að baki. Dagurinn í dag sýnir að "venjulegu fólki" er vel treystandi.


mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband