29.11.2010 | 13:25
Seint í rassinn gripið
Nú eru liðin meira en 2 ár frá bankahruninu og því uppnámi sem það setti öll húsnæðislán almennings í. Ríkisstjórnin og embættismenn ríkisins virðast ekki vera að flýta sér og "ræða málin" við fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði. Almenningur virðist hér ekki skipta neinu máli.
Ég mæli með viðtalinu við Jón Daníelsson hagfræðing við London School of Economics í Silfri Egils í gær. Ólíkt helstu álitsgjöfum Ríkisútvarpsins á þessu sviði, þeim Þórólfi Matthíassyni og Guðmundi Ólafssyni, er Jón ekki háður launum frá íslenska ríkinu, enda er hans sýn töluvert önnur.
![]() |
Stefna að niðurstöðu á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |