Diplómatískir eldsvoðar

Það er stundum sagt að penninn sé sterkari en sverðið og að orð séu til alls fyrst. Líklega hefur aldrei í sögunni reynt eins mikið á vægi orðsins eins og nú.

Grímunni er kastað - lygalaupurinn afhjúpaður og fatalaus fyrir augum allra sem vilja sjá.

Með eld í augumEn það þarf mikið hugrekki til að segja sannleikann - sérstaklega þegar hann birtist sem 250.000 skjöl sem varða viðkvæm mál fjölmargra þjóða og þjóðarleiðtoga - og mun fleiri á leiðinni! Fólkið á baki Wikileaks ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, ólíkt frændum okkar svíum sem hafa sérhæft sig í "hlutleysi" svo árum skiptir. Þess í stað gefa þeir út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Julian Assange, vafalaust vegna upploginna saka. Er þetta ekki eitt elsta trixið í bókinni?

Okkar "hlutlausi" ríkisfjölmiðill beygði sig einnig í duftið og þorði ekki að taka slaginn með Wikileaks þegar það stóð til boða fyrr á þessu ári. Lítið fer sömuleiðis fyrir hugrekki þeirra nágranna bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi sem vilja ekki koma fram undir nafni af ótta við það að fá ekki vegabréfsáritun til þessa lands lygi og misskiptingar.

Eitt er víst að það verður erfitt verkefni og ærið að slökkva alla þá diplómatísku elda sem þessi "leki" skjalanna mun kveikja.

 


mbl.is Kim Jong-il skvapholda gamall karl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband