17.11.2010 | 18:09
Makalaus meðferð á neytendum
Þá hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mælt fyrir einhverju því makalausasta frumvarpi sem sést hefur lengi. Um er að ræða breytingar á lögum sem varða gengistryggð lán í íslenskum krónum, lán sem dæmd hafa verið ólögmæt af Hæstarétti, enda er það alveg skýrt í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 að slík gengistrygging er óheimil.
Frumvarpið er langt og leiðinlegt aflestrar en mælir fyrir um lagabreytingar sem eru neytendum síður en svo til hagsbóta. Hér eru nokkur dæmi:
- Gengistrygging verður lögmæt ef í hlut á lögaðili eða fyrirtæki. Þannig er stoðum skotið undir að gengistrygging sé í raun í góðu lagi. En hvers vegna skyldi hún þá hafa verið bönnuð fram að þessu?
- Lántakendur verða gerðir meðábyrgir fyrir ólögmætum samningsskilmálum. Í lögunum hingað til (gr. 18) hafa einungis lánveitendur verið ábyrgir, enda sömdu þeir samningana einhliða.
- Skilmálar um vexti verða sjálfkrafa ógildir ef skilmálar um verðtryggingu/gengistryggingu eru ólögmætir. Þannig á að þvinga lántakendur til að greiða mun hærri vexti en samningar sögðu til um, ekki bara í framtíðinni heldur líka afturvirkt, allt frá lántökudegi. Mismunurinn getur orðið verulegur og á í ofanálag að bera fulla vexti, þ.e. vaxtavexti.
- Gengistryggð húsnæðislán munu breytast í "venjuleg" verðtryggð lán nema að báðir aðilar semji um annað. Hversu líklegt er að lántakendur í mjög veikri samningsstöðu nái góðum samningum við kröfuhafa?
- Að 5 árum liðnum mega kröfuhafar endurskoða samningsskilmála einhliða.
![]() |
Mælir fyrir gengislánafrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2010 | 00:34
Skilaboð úr skúffunni

Það er undir Íslendingum sjálfum komið að horfa á þetta gerast. En þeir munu seint geta kennt öðrum um og sagt að þeir hafi ekki verið varaðir við.
http://orkuaudlindir.is
![]() |
Íhuga að selja 25% í HS Orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)