Að fórna náttúruperlum í þágu sérhagsmuna

Ég hvet fólk til að kynna sér hugmyndir um vegalagningu á svæðinu við náttúruverndarsvæðin hjá Dyrhólaós og Reynisfjöru. Það kann vel að vera að núverandi vegur geti einstaka sinnum verið erfiður yfirferðar sökum snjóa en það hlýtur að vera hæpin ákvörðun að ganga nærri svo einstakri náttúru og skerða mikilvægi svæðisins til ferðamennsku.

Mismunandi vegalínurMikill ágreiningur hefur verið innan bæjarstjórnar um málið og meðal almennings. Kærur benda til þess að sérhagsmunir kunni að ráða för. En auðvitað hlýtur kostnaðarþátturinn að vega þungt á tímum sem þessum þar sem fyrirhuguð vegalagning myndi eflaust kosta ríkið 6 milljarða eða meira á núvirði þegar sjóvarnargarðar eru reiknaðir með í dæmið.

Það getur ekki verið einkamál fólks á svæðinu hvernig farið er með okkar sérstæðustu náttúru.

Frummatsskýrsla Vegagerðarinnar frá 2008 með myndum af mismunandi kostum.

Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2009-2025, Umhverfisskýrsla.


mbl.is Ráðherra hafnar færslu hringvegar í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband