9.1.2010 | 12:03
Tvær þjóðir innan ESB tala nú okkar máli

Það eru vissulega töluverð vonbrigði að sjá dræmar undirtektir meðal Norðurlandaþjóðanna en Noregur virðist þó ætla að tala máli okkar. Það er svo undir sjálfum okkur komið hvort við berum gæfu til að ganga samtaka í það að ná sáttum við Breta og Hollendinga með aðkomu sáttasemjara og fulltrúa ESB eða hvort við ætlum að kljúfa hvort annað í herðar niður á heimavelli og sýna umheiminum að við séum í raun sundurlaus hjörð.
Ég hvet alla sem þetta lesa til að fylgjast með Silfri Egils á morgun en þar munu heyrast mjög athyglisverð sjónarmið alvöru þungavigtarfólks sem merkilegt nokk talar máli Íslendinga af meiri sannfæringu en margur stjórnmálamaðurinn sem til þess var kosinn. Einnig virðast sumir erlendir fræðimenn sjá þetta Icesave-mál í sínu stóra samhengi en flestir Íslendingar virðast ekki sjá skóginn fyrir trjánum.
Ég hvet alla sem þetta lesa til að fylgjast með Silfri Egils á morgun en þar munu heyrast mjög athyglisverð sjónarmið alvöru þungavigtarfólks sem merkilegt nokk talar máli Íslendinga af meiri sannfæringu en margur stjórnmálamaðurinn sem til þess var kosinn. Einnig virðast sumir erlendir fræðimenn sjá þetta Icesave-mál í sínu stóra samhengi en flestir Íslendingar virðast ekki sjá skóginn fyrir trjánum.
![]() |
Bjarni: Eigum aðra kosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)