4.1.2010 | 09:44
Fleira hangir á spýtunni
![]() |
Jaðrar við stjórnarskrárbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 01:57
Reynist Ólafur vandanum vaxinn?
Það hefur verið stórfurðulegt að fylgjast með bæði nýjum þingmönnum og reyndari rembast í gömlu hjólförunum þegar svo mikil þörf er á samstöðu og samvinnu allra sem að Icesave-málinu koma. Að vísu var ágætur samstarfsvilji í sumar sem skilaði fyrra lagafrumvarpinu en Bretar og Hollendingar voru ekki tilbúnir að sætta sig við skilyrðin og svo fór allt í gamla farið.
Forsetinn hlýtur að vera að leita að lausn sem sameinar krafta þings og þjóðar fremur en að ausa olíu á eldinn. Honum er varla stætt á að undirrita lögin, með því væri hann að ganga gegn eigin fordæmi og kalla yfir sig fordæmingu fjölmargra. Með því að undirrita ekki hefst hins vegar atburðarás sem erfitt er að spá fyrir hvert leiðir. Yrði frumvarpið dregið til baka eða færi það í þjóðaratkvæðagreiðslu? Myndu Bretar og Hollendingar einhliða fella samninginn úr gildi eða leita annarra leiða? Yrðu dagar ríkisstjórnarinnar taldir?
Líklegast þykir mér að hann synji lögunum staðfestingar og sé nú þegar að vinna að myndun þjóðstjórnar eða utanþingsstjórnar með þátttöku formanna stjórnmálaflokkanna. Einnig vona ég innilega að hann nýti sitt tengslanet til að ræða við valdamikla aðila innan ESB um að hlutast til um lausn á þessu ömurlega máli. Það er óumdeilt að ESB á hlut að máli sem löggjafi og sendir út slæm skilaboð ef þeir vilja ekki sjálfir taka þátt í að finna lausn sem þjóðirnar geta sætt sig við.
Í öllu falli má draga þá ályktun að íslenska stjórnkerfið ræður ekki lengur við hlutverk sitt og flokkarnir eru að bregðast þjóðinni með sundurlyndi og gamaldags skotgrafapólitík. Það er lífsnauðsyn að setja á fót stjórnlagaþing og fá nýja stjórnarskrá til að fást við málefni 21. aldarinnar á faglegum forsendum.
![]() |
Forsetinn leiti álits lögmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)