Er Valtýr úti á þekju?

Ég skrifaði færslu fyrir hádegi um fyrirspurn Borgarahreyfingarinnar vegna umræddrar ákæru, sjá hér.

Í lok færslunnar rifjaði ég upp þetta og bið fólk um að velta því fyrir sér hvers lags skemmdarverk hafa verið unnan á réttarkerfinu af kjörnum fulltrúum okkar á Alþingi og félögum þeirra innan flokkakerfisins.

Það hlýtur að teljast verulega öfugsnúið að helsti málsvari Íslendinga sé lífseig ekkja á sjötugsaldri frá Noregi sem hefur ekki legið á skoðun sinni en uppskorið ramakvein úr ýmsum áttum, s.s. - hér - hér - hér - hér - hér ....

 


mbl.is Ákæra afturkölluð vegna tengsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkissaksóknari með allt sitt á hreinu?

Borgarahreyfingin hefur sett spurningarmerki við framgöngu ákæruvaldsins í þessu tiltekna máli. Það eina sem farið var fram á var álit sérfróðra fræðimanna um það hvort ákæran væri byggð á sanngjörnum forsendum og "viðeigandi" málsgrein í almennum hegningarlögum. Ekki var hlutast til um það hvort að mótmælendurnir væru sekir um refsiverða háttsemi eða saklausir. En sumum fannst þetta aðhlátursefni og ekkert er við því að gera.

Athygli hefur vakið að misræmis virðist gæta milli þess sem ríkissaksóknari segir og þess sem skrifstofustjóri Alþingis segir. Gott væri að fá úr því skorið hver það er sem raunverulega ákveður á grundvelli hvaða lagagreinar ákæran byggist. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við HÍ og sérfræðingur í refsirétti sendi Borgarahreyfingunni svar við fyrirspurninni í gærkvöldi. Þar segir m.a.:

Samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála er það hlutverk handhafa ákæruvalds, þ. á m. ríkissaksóknara, að gefa út ákærur. Þá er það hlutverk þeirra að tryggja að þeir sem fremja afbrot verði beittir lögmæltum viðurlögum og meginreglan er sú að þeir taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds.

Í ákæru tiltekur ákærandi fyrir hvaða háttsemi er ákært og hvaða lagaákvæði hann telur eiga við um hana. Dómstólar skera síðan úr um hvort sakborningar hafi brotið gegn viðkomandi lagaákvæði, þ.e. um sekt þeirra eða sýknu. Þá er það meginregla í íslenskum rétti að ákveða refsingu neðarlega innan refsimarka lagaákvæða. Þótt lágmarksrefsing sé tiltekin í lagaákvæði er unnt að dæma vægari refsingu ef refsilækkunarástæður eru fyrir hendi og jafnvel ákveða að refsing skuli falla niður.

Ríkissaksóknari og vinir hansÍ framhaldi af áliti lögspekinga væri örugglega ekki úr vegi að heyra álit heimspekinga á því hvort að rétt sé að ákæra mótmælendur miðað við það sem undan var gengið í þjóðfélaginu. Hvaða skilaboð sendir það til almennings?

Svo má einnig rifja þetta upp og velta fyrir sér faglegum ráðningum innan réttarkerfisins í leiðinni. Einn helsti málsvari Íslendinga erlendis hefur allavega ekki legið á skoðun sinni en uppskar ramakvein úr ýmsum áttum.


mbl.is Eðlilegt að láta dómstóla dæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband