Verður staðan hans auglýst?

Þórhallur var ráðinn dagskrárstjóri við ohf væðinguna fyrir 3 árum síðan án þess að staðan væri auglýst. Hann var ekki ráðinn á faglegum forsendum  heldur sökum vinskapar við Pál Magnússon. Hann fékk 800 þúsund í mánaðarlaun og varð á svipstundu nánast því einráður um innlenda dagskrárgerð hjá RÚV.

Nú þegar að nýr dagskrárstjóri verður ráðinn í stað Þórhalls verður fróðlegt að sjá hvernig að því verður staðið. Verður staðan auglýst eða ekki? Verður staðið faglega að meðferð umsókna eða ráðið á pólitískum forsendum? Verður nýjum dagskrárstjóra gefin öll þau völd sem Þórhallur hefur haft eða á að vinna faglega með skattfé almennings og fara eftir lögum um Ríkisútvarpið ohf þar sem segir m.a.:

 Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
   1. Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
   2. Að senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru þjónustuefni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkinu á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.
   3. Að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Efnið skal fullnægja eðlilegum kröfum almennings um gæði og fjölbreytni.
   4. Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
   5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
   6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.
   7. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
   8. Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs.
   9. Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa.
   10. Að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarps utan höfuðborgarsvæðisins.
   11. Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps.
   12. Að eiga eða leigja, sem og að reka, hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tæknibúnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi félagsins.
   13. Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.

Ég set öðru fremur spurningar við orðalagið "gæði og fjölbreytni", "að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa" og grein 5 eins og hún leggur sig. Síðan hvenær hefur RÚV sinnt þörfum minnihlutahópa eða haft í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi? Hvar er t.d. þjónusta RÚV við innflytjendur? Er ekki einmitt aðal forsenda þess að ríkið standi í rekstri sem þessum sú að þetta sé ekki eintóm afþreying og vinsældakeppni við einkareksturinn?


mbl.is Þórhallur hættir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við sundin blá

Við sundin bláBorgarfulltrúinn Kjartan Magnússon fær eflaust mörg prik fyrir þessa frumlegu hugmynd sína og mögulega einhver atkvæði líka. Einungis höfuðið af Tómasi hafði áður verið steypt og sett á stall sem lengi stóð í Austurstræti. Nú styttist í að restin af skáldinu verði sett á bekk með öndum og útigangsmönnum. En hefði ekki verið viðeigandi að setja hinn gamla flokksbróður Kjartans og félaga út "Við sundin blá"?

mbl.is Úrslit í samkeppni um styttu af Tómasi kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband