10.1.2010 | 23:32
Ögmundum Icesave
Ég ætla að vitna hér í ummæli Michael Hudson úr Silfri Egils í dag:
"Hvað er Evrópa eiginlega? Er hún hópur bankamanna eða sósíal-demókratískt samband sem reynir að bæta kjör almennings eins og flestir Íslendingar sem vilja í ESB ímynda sér?"
Steingrímur J. Sigfússon skuldar kjósendum sínum útskýringar á ýmsu, sennilega mun fleiru en hann kærir sig um að telja saman. Eitt af því er stuðningur hans við aðildarumsóknina sl. sumar sem kom sem köld gusa framan í marga kjósendur VG skömmu eftir kosningarnar. Það minnsta sem hann gæti gert núna væri að reyna að finna svar við spurningu hins snjalla bandaríska hagfræðings sem hlýtur vissulega að brenna á vörum margra Evrópubúa þessa dagana.
Ögmundur Jónasson sagði í sama þætti:
"Núna, þar sem að kemur upp staða þar sem viðhorfin erlendis eru okkur hagfelldari, þá nýtum við þá stöðu. Að sjálfsögðu."
Skyldi Grímur ætla að slá hausnum við steininn eða ögmunda Icesave?
![]() |
Ekki einhliða innanríkismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)