Erfiðum fundi lokið

Jæja, þá er erfiðum landsfundi Borgarahreyfingarinnar lokið og niðurstaða fengin um nýjar samþykktir og stjórn. Sjálfur er ég sáttur við þann stuðning sem ég fékk í kjöri til stjórnar en að sama skapi hryggur yfir því að þingmenn hreyfingarinnar og ýmsir aðrir skuli hafa gengið á dyr eftir að hafa gefið í skyn að þau myndu ekki sætta sig við niðurstöður fundarins.

Sumarið var þingmönnum erfitt og á góðviðrisdögum máttu þau sitja á löngum nefndarfundum meðan ég og margir aðrir gátu sleikt sólskinið. Þau stóðu sig oftast vel og munu vonandi gera það áfram í anda stefnuskrár Borgarahreyfingarinnar hvort heldur sem þau kjósa að starfa undir nafni hennar eða sem óháðir þingmenn.

Því miður hlaut að koma til uppgjörs því að í stórum hópi voru skemmd epli og eins og flestir vita skemma þau út frá sér. Á heimasíðu XO seint í nótt má lesa nafnlausa athugasemd frá einum slíkum sem greinilega er innanbúðar í hreyfingunni og svífst einskis til að koma höggi á mig. Þar segir m.a.

"Hverjir eru ” yfirtökumen”, Borgarahreyfingarinnar ?

Jamann, svo sannarlega ekki þingmennirnir en ég veit ekki alveg, með t.d Sigurð Hrellir og fyrirtæki hans sem han áhvað að gefa ekki upp í framboðinu?
fyrirtæki’ heitir : Uff.ehf með Páli Skúlasyni,prófessór og Samfylkingarformanni…..NO? fasteignabrakskara með 40 fasteignaskúffufyrirtæki, ( Man ekki til þess að Siggi hefði svarað því en nægur var áhugi Sigga til að henda okkur þingmönnum út eftir að Páll Skúla sagði til í anda Samfó) og fasteignasmala og Gandra ………eru með þvílíka slóð kennittöluflakkara að það hálfa væri hellingur. …og talandi um hagsmuni od gróðafíkan.?"

Sá sem þetta skrifar gefur í skyn að hann sé einn af þingmönnum hreyfingarinnar en sjálfur tel ég mig þekkja þau öll nógu vel til þess að fullyrða að svo sé ekki. Auk þess skrifa þau öll rétta íslensku og eru ekki haldin lesblindu. En vegna þess að ýmsu röngu er haldið fram um mig og mína hagi þá neyðist ég til að benda á rangfærslurnar.

Ég átti hlut í fyrirtækinu Uss! ehf sem er hljóðfyrirtæki. Ég seldi minn hlut þar fyrir 3 árum síðan og líklega hefur kaupandinn ekki látið breyta skráningunni í fyrirtækjaskrá. Uss! ehf var skuldlaust fyrirtæki og ég seldi minn hlut án hagnaðar. Páll Skúlason heitir lögfræðingur sá sem aðstoðaði Uss! ehf við stofnun og skráningu. Það er ekki sá hinn sami og talað er um í athugasemdinni og minnist ég þess ekki að hafa hitt prófessorinn persónulega. Ég á ekki eitt einasta fyrirtæki, hvorki skúffufyrirtæki né fasteignafyrirtæki. Ég á að vísu 4 íbúðir í Reykjavík sem ég tók fram á framboðssíðu XO en allar eru þær á eigin kennitölu. Ég stend ekki í fasteignabraski en setti arf og sparifé í þessi kaup sem nú eru lítils virði.
 

Bloggfærslur 13. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband