13.8.2009 | 10:35
Málefni framar persónum
Af persónulegum ástæðum sagði ég mig í gær úr stjórn Borgarhreyfingarinnar. Það geri ég ekki af neinum illdeilum við félaga mína í hreyfingunni heldur fremur vegna vonbrigða með hvernig innri átök hafa náð að spilla fyrir þeim mikla eldmóði sem lagt var af stað með í kosningabaráttunni. Á undraskjótum tíma virðist þinghópnum hafa tekist að gleyma helsta slagorði okkar "Þjóðin á þing" og farið að líta á sjálfa sig sem algjörlega ómissandi einstaklinga. "Það er ekki svo að maður komi í manns stað" svöruðu þingmennirnir þrír við tillögu stjórnarinnar um að láta varaþingmenn spila stærra hlutverk og létu það fylgja með að það væri ekki hægt að leggja það á þingmenn að fylgjast launalaust með umræðunni 3 mánuði á ári! Þráinn var heldur ekki til viðræðu með að hleypa að sínum varamanni vegna þess að hún var í of góðum tengslum við hin þrjú!
Stjórn hreyfingarinnar hefur verið vanmáttug að taka á þessum persónulegu árekstrum, að hluta til vegna þess að hlutverk hennar var ekki nógu skýrt, að hluta til vegna þess að hún var innbyrðis ósammála og að hluta til vegna einkennilegra árekstra milli stjórnar og þinghóps. Þinghópurinn tók ekkert mark á stjórninni og stofnaði meira að segja nýtt félag um starfsemi sína án samþykkis hennar.
Stjórn hreyfingarinnar hefur verið vanmáttug að taka á þessum persónulegu árekstrum, að hluta til vegna þess að hlutverk hennar var ekki nógu skýrt, að hluta til vegna þess að hún var innbyrðis ósammála og að hluta til vegna einkennilegra árekstra milli stjórnar og þinghóps. Þinghópurinn tók ekkert mark á stjórninni og stofnaði meira að segja nýtt félag um starfsemi sína án samþykkis hennar.
Með óskiljanlegum og illa ígrunduðum ESB viðsnúningi Birgittu, Þórs og Margrétar dæmdu þremenningarnir sig úr leik sem trúverðugir fulltrúar kjósenda sinna og geta í framhaldi af því tæpast búist við að geta haft nokkur áhrif á framvindu mála í því mikilvæga hagsmunamáli þjóðarinnar allrar. Yfirlýstur stuðningur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn reyndist marklaust gaspur og yfirklór Birgittu um að hún hefði talið þetta snúast um könnunarviðræður í besta falli hlægilegt.
En ég hef enn fulla trú á Borgarahreyfingunni því að gömlu flokkarnir hafa einfaldlega ekki siðferðislegan rétt til að sitja áfram við völd. Hvernig í ósköpunum á fólk að geta treyst Þorgerði Katrínu og Sjálfstæðisflokknum? Eða Björgvini G. og Samfylkingunni? Nýja-Framsókn, hvernig hljómar það? Þegar rannsókn á aðdraganda efnahagshrunsins verður komin á endastöð mun að mínu áliti ekki standa steinn yfir steini í gamla fjórflokknum. Það væri miklu frekar að sómakært fólk innan þessara flokka segði skilið við þá og stofnaði nýjar stjórnmálahreyfingar með heiðarleg markmið. En því miður virðist "kerfið" éta börnin sín. Er það virkilega svo að "heiðvirt fólk" getur ekki sloppið óskaddað út úr hringiðu stjórnmálanna?
Ég skora á alla þingmenn BH að tilkynna um að þau stigi til hliðar að loknu sumarþingi til að hleypa þjóðinni að. Borgarahreyfingin byggist á stefnu og málefnum en ekki ákveðnum einstaklingum eða leiðtogum. Erum við virkilega ekki sammála um það? Enginn skortur er á hæfileikaríku fólki á framboðslistum hreyfingarinnar og öll vorum við í sama bátnum fyrir 25. apríl sl. Vonandi dettur engum þeirra í hug að stela þingsæti sínu frá hreyfingunni í þeirri trú að þau sjálf séu svo ómissandi.
Stjórn BH á einungis að mínu mati úr því sem komið er að sjá til þess að landsþingið 12. og 13. september sé vel undirbúið og hvetja alla félagsmenn til dáða. Ný stjórn verður kosin á því þingi og augljóslega samþykktar nýjar vinnureglur og bætt innra skipulag sem vinnuhópur hefur unnið ötullega að. Ég óska þeim alls hins besta í þeim undirbúningi.
Með baráttukveðju,
Sigurður Hr. Sigurðsson.
En ég hef enn fulla trú á Borgarahreyfingunni því að gömlu flokkarnir hafa einfaldlega ekki siðferðislegan rétt til að sitja áfram við völd. Hvernig í ósköpunum á fólk að geta treyst Þorgerði Katrínu og Sjálfstæðisflokknum? Eða Björgvini G. og Samfylkingunni? Nýja-Framsókn, hvernig hljómar það? Þegar rannsókn á aðdraganda efnahagshrunsins verður komin á endastöð mun að mínu áliti ekki standa steinn yfir steini í gamla fjórflokknum. Það væri miklu frekar að sómakært fólk innan þessara flokka segði skilið við þá og stofnaði nýjar stjórnmálahreyfingar með heiðarleg markmið. En því miður virðist "kerfið" éta börnin sín. Er það virkilega svo að "heiðvirt fólk" getur ekki sloppið óskaddað út úr hringiðu stjórnmálanna?
Ég skora á alla þingmenn BH að tilkynna um að þau stigi til hliðar að loknu sumarþingi til að hleypa þjóðinni að. Borgarahreyfingin byggist á stefnu og málefnum en ekki ákveðnum einstaklingum eða leiðtogum. Erum við virkilega ekki sammála um það? Enginn skortur er á hæfileikaríku fólki á framboðslistum hreyfingarinnar og öll vorum við í sama bátnum fyrir 25. apríl sl. Vonandi dettur engum þeirra í hug að stela þingsæti sínu frá hreyfingunni í þeirri trú að þau sjálf séu svo ómissandi.
Stjórn BH á einungis að mínu mati úr því sem komið er að sjá til þess að landsþingið 12. og 13. september sé vel undirbúið og hvetja alla félagsmenn til dáða. Ný stjórn verður kosin á því þingi og augljóslega samþykktar nýjar vinnureglur og bætt innra skipulag sem vinnuhópur hefur unnið ötullega að. Ég óska þeim alls hins besta í þeim undirbúningi.
Með baráttukveðju,
Sigurður Hr. Sigurðsson.
![]() |
Vilja Þráin af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)