17.7.2009 | 15:23
ICESAVE - hvaða val höfum við?
Það sér hver heilvita maður að það eru sterk tengsl milli ICESAVE samningsins og ESB aðildarumsóknar. Spurningin er hvort að fólki finnist það virkilega ásættanlegt að ganga til samninga við ESB með slíkan farangur meðferðis. Það er deginum ljósara að reynt verði að semja um niðurfellingu skulda eða ríkisábyrgðar að einhverju marki í samningaviðræðunum en á móti kæmi að samningsstaða Íslands yrði enn veikari fyrir bragðið.
Hugsum okkur aðeins hvernig dæmið gæti litið út eftir 3-4 ár þegar gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild. Þá má reikna með að mun betri yfirsýn verði yfir stöðu þjóðarbúsins og verðmæti eigna gamla Landsbankans. Ef hinar ótrúlega bjartsýnu spár Seðlabankans um stöðugan hagvöxt og jákvæðan vöruskiptajöfnuð í mörg ár samfellt rætast ekki er viðbúið að skuldir ríkissjóðs verði komnar langt yfir raunhæft greiðsluþol. Valið gæti því staðið á milli þess að samþykkja inngöngu í ESB með afarkostum eða sætta sig við algjört efnahagslegt hrun og vonlausa stöðu gagnvart öðrum þjóðum. Því væri í raun ekki um neitt val að ræða.
Ég velti því fyrir mér hvernig stuðningmönnum VG hugnast að þurfa að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem auðlindir landsins ganga okkur úr greipum hvernig sem kosið er. Þingmenn þeirra ættu allavega að hugsa vel sinn gang áður en þeir fylgja foringjanum sem virðist vera í krossferð fyrir hönd Hollendinga og Breta sem hafa hótað að standa í vegi fyrir aðildarumsókn Íslands ef ICESAVE samningurinn verður ekki samþykktur.
Í þessu ljósi verður upphlaup þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar að skoðast þó svo að aðferðin sé vissulega umdeilanleg. Þau krefjast þess:
Að málinu verði frestað til haustsins og þá tekið upp að nýju. Þannig gæfist tími gefist að gaumgæfa það betur og hugleiða jafnframt betur aðra möguleika í stöðunni, en komið hefur skýrt fram að þeir eru til.
- Að þingið skipi nýja nefnd, ICESAVE nefnd með sérfræðingum þingsins, en þess má geta að þegar eru í Efnahags- og skattanefnd fjórir hagfræðingar, allir úr sitt hvorum flokknum, sem hefði það hlutverk að fara yfir málið faglega til haustsins m.t.t. skuldaþols þjóðarbúsins og fleira.
- Að skýrt verði kveðið á um hvenær og með hvaða hætti eignir þeirra sem stofnuðu til ICESAVE skuldbindinganna verði frystar og hvernig reynt verður að ná til þeirra.
![]() |
Icesave hugsanlega frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)