10.7.2009 | 14:29
Heyannir
Ýmsar spurningar vakna í tengslum við þessa frétt. Ásmundur hefur talað skýrt gegn aðild að ESB og jafnvel gefið í skyn að leiðbeinandi "þjóðaratkvæðagreiðsla" myndi engu breyta þar um. Nú vill hann sem sagt fá slíka skoðanakönnun þó svo að hann þurfi ekki að taka mark á henni.
Ásmundur selur ekki sannfæringu sína svo glatt sem er auðvitað ótvíræður kostur en hins vegar metur hann tilvist ríkisstjórnarinnar meir en eitt stærsta mál hennar og vekur það upp spurningar um forgangsröðun og verðmætamat hins unga alþingismanns.
En það væri fróðlegt að heyra hvort að fyrirhuguð fjarvist Ásmundar í umræðum um ESB þurfi ekki nánari útskýringa við. Varla ætlar hann að kalla inn varamann fyrir sig? Ætlar Ásmundur að heyja tún sín á fullum launum frá Alþingi?
![]() |
Ásmundur farinn í heyskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)