Ferskir vindar

Samfylking og VG gengu samstíga til kosninga. Látið var líta út fyrir að lítill sem enginn ágreiningur væri um helstu stefnumál þó svo að allir með fullri meðvitund hafi vitað að himinn og haf bæri á milli í ESB málinu.

Nú hafa steingerðir leiðtogar þessara flokka setið á leynifundum í rúma viku og lítið sem ekkert látið eftir sér hafa um framgang stjórnarmyndunarviðræða. Þó gaf heilög Jóhanna sér augnablik til að senda þjóðinni kaldar kveðjur og hóta því að aðgerðum gegn óréttlætinu (greiðsluverkfalli) yrði mætt af fullri hörku og að fólk sem þannig krefðist almennra mannréttinda yrði sett út í kuldann.

Ég ætla rétt að vona að Jóhanna fari ekki sömu leið og Ingibjörg Sólrún að telja þá sem gagnrýna stefnu stjórnvalda ekki hluta af þjóðinni. Hún virðist allavega lítinn lærdóm hafa dregið af Búsáhaldabyltingunni þar sem m.a. var krafist lýðræðisumbóta, gagnsæi og heiðarlegrar stjórnsýslu auk uppgjörs við spillta fortíð. Sem betur fer mun Borgarahreyfingin sjá til þess að Jóhanna og Steingrímur haldi jarðsambandi við þjóðina sem kaus þau enn eina ferðina á þing. Samtals hafa þau tvö setið 57 ár á Alþingi!


mbl.is Aðgerðir ríkisstjórnar ganga of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband