Áfellisdómur

Það er auðvitað áfellisdómur yfir kosningalögunum og flokkakerfinu á Íslandi að ÖSE hafi séð ástæðu til að hafa eftirlit með kosningunum hér. Flokkarnir á Alþingi settu sjálfir leikreglurnar og tóku eigin hagsmuni fram fyrir lýðræðislega almenningshagsmuni. Nefnum nokkur dæmi:

  • 5% þröskuldurinn gerir nýjum framboðum illmögulegt að ná mönnum inn á þing, einfaldlega vegna þess að hann er notaður sem áróðurstæki gegn þeim. Skoðanakannanir eru sjaldan nýjum framboðum mjög hjálplegar og stöðugt hamrað á að nýliðar eigi litla möguleika.
  • Starfandi flokkar á þingi mylja undir sig hundruði milljóna af almannafé, m.a. til að heyja kosningabaráttu sína á meðan að ný framboð fá ekki krónu til að kynna sín mál. Hvers vegna í ósköpunum fá stærri flokkar meiri ríkisstyrki en hinir minni?
  • Utankjörfundaratkvæðagreiðslur hefjast mörgum vikum áður en frestur til að skila framboðum er útrunninn. Þeir sem kjósa utankjörfundar snemma eru því augljóslega að kjósa gömlu flokkana.
  • Farið er inn á elliheimili með atkvæðaseðla og einnig deildir þar sem heilabilað fólk býr. Þetta fólk er látið kjósa og vitaskuld kýs það eins og það var vant.
  • Yfirkjörstjórnir eru skipaðar af Alþingi og þar sitja í mörgum tilfellum pólitískir varðhundar. Þeirra hlutverk er m.a. að gera nýjum framboðum erfitt fyrir eins og sannaðist fyrir nokkrum dögum þegar sumar kjörstjórnir settu fót fyrir nýju framboðin.
  • Kjördæmaskipan gerir nýjum framboðum einnig mjög erfitt fyrir. Til að eiga raunhæfa möguleika á árangri þarf að bjóða fram í öllum kjördæmum en landsbyggðarfólk er í eðli sínu tortryggið og erfitt að ná til þess þar sem fjarlægðir eru miklar.
  • Sitjandi stjórnmálamenn eru á fullum launum frá ríkinu í sinni kosningabaráttu, stundum með bíla frá ríkinu, á meðan að nýliðar þurfa að taka sér frí úr vinnu og útvega sér fé eftir öðrum leiðum.
  • Ríkisútvarpið mismunar nú framboðum með því að hafa engar kynningar á þeim líkt og tíðkast hefur í fyrri kosningum. Þetta veldur því að þeir sem fjármagnið hafa kynna sig með auglýsingum en hinir ekki. Í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við eru auglýsingar frá stjórnmálaflokkum bannaðar síðustu vikurnar fyrir kosningar.

Þá er ótalið hreint og klárt svindl sem sögur fara af; kjörkassar sem tínast, minnihlutahópum boðin greiðsla fyrir atkvæðin, hótanir og fl. Sjaldnast er hægt að sanna neitt af þessu en orðrómurinn vekur vissulega upp grunsemdir.

 

Kjósum breytingar X-O.


mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband