Þjóðin á þing!

Hörður Torfason og Raddir fólksins fóru af stað strax í október með fundi og kröfur sem loksins var öllum fullnægt tæpum 5 mánuðum síðar. Það hlýtur að teljast góður árangur út af fyrir sig en því miður var listinn mun lengri en upphaflega var lagt upp með.

  • Enn hefur enginn verið dreginn til ábyrðar fyrir að setja þjóðina á hausinn.
  • Sú rannsókn á hruninu sem þjóðin getur sætt sig við er enn ekki hafin.
  • Flokkakerfið sem ól af sér spillingu er enn í fullu fjöri og þeirra eigin leikreglur við lýði.
  • Kvótakerfið sem að lokum leiddi til efnahagshamfaranna er enn á sínum stað.
  • Almenningur er að taka á sig ómældar byrðar vegna fífldirfsku ómerkilegra braskara.
  • Neyðarráðstafanir til bjargar heimilunum í landinu eru enn í mýflugumynd.
  • Verðtryggingu og ónýtum gjaldmiðli hefur enn ekki verið rutt úr vegi.
  • Alþingi er enn í herkví flokkakerfisins og þjóðin ekki komin á þing.
  • Nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá hefur enn ekki litið dagsins ljós.
Því miður voru margir sem helltust úr lestinni þegar hin ömurlega og siðlausa ríkisstjórn S og D loksins gaf upp öndina. Hörður Torfason var ekki einn af þeim og stofnendur Borgarahreyfingarinnar ekki heldur. Baráttan fyrir Nýju Íslandi mun vonandi færast inn í þingsali!
mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband