Framboðsræður á Alþingi

Mér er nóg boðið. Ég vil moka út þessu fólki á Alþingi sem eyðir tíma sínum í innihaldslitlar framboðsræður á meðan að þjóðfélaginu er að blæða út.

Sjálfstæðisflokkur: Í guðanna bænum dustið rykið af gömlum gildum flokksins og finnið einhverja trausta manneskju sem komin er til vits og ára til að leiða flokkinn út úr hugmyndafræðilegum rústum og morfískeppnisræðumennsku. Ég sting upp á Ragnari Önundarsyni.

Öskur að næturþeli - samsett myndSamfylkingin: Í guðanna bænum losið ykkur við Össur Skarphéðinsson og aðra gamla stóriðjudurta. Þeir eiga fremur heima í Framsóknarflokknum og nú þarf heldur betur endurnýjun til að jafnaðarmenn treysti Samfylkingunni til áframhaldandi stjórnarsetu.

Varðandi Evrópumálin þá hefur Samfylkingin svikið kjósendur sína tvívegis með því að taka sæti í  ríkisstjórn án þess að málið sé sett á dagskrá. Það er auðvitað reginhneyksli að ekki skuli kannaður hugur kjósenda til aðildarviðræðna nú þegar að gengið verður til kosninga í apríl. Hvenær á þá að kjósa um það??


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D-O-F-R-I

Það hlýtur að vera lágmark að fréttamenn mbl.is stafi nöfn fólks rétt.

Ég vona að Dofri fái gott sæti á framboðslista Samfylkingarinnar því að umhverfisstefna flokksins hefur sannast sagna siglt í strand.

Norðurdalur - Fljótsdal

 

 


mbl.is Dofri býður sig fram hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómálefnaleg stjórnarandstaða

Varúð!Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kann alls ekki að vera í stjórnarandstöðu. Allir þingmenn flokksins nema Geir Haarde hafa aldrei þurft að gera annað en að samþykkja frumvörp ríkisstjórnarinnar og verja slæman málstað. Nú hegða þau sér eins og krakkar sem leikföngin hafa verið tekin af. Er það líklegt til að afla flokknum kjósenda að þau sýni svo lítinn vilja til samvinnu á þessum erfiðu tímum?
 
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að huga að sínum gömlu gildum. Af hverju fara þau ekki að ráðum flokksfélaga síns Ragnars Önundarsonar sem var gestur í Silfri Egils sl. sunnudag og skrifað hefur margar frábærar blaðagreinar, t.d. þessa?
 
"Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði landsins þarf að gera upp sakirnar við frjálshyggjuna, annars munu kjósendur gera upp sakirnar við hann."
 
Þjóðin hreinlega æpir á menn eins og Ragnar að láta til sín taka í stjórnmálum frekar en eintóma stuttbuxnadrengi með staðlaðar "skoðanir" á öllum málum og blinda augað á kíkinum. Svo væri ekki úr vegi að taka Evrópusambandsumræðuna upp innan flokksins áður en farið er að ásaka aðra flokka um tvískinnung í því brýna máli.

mbl.is Tvö hænufet og tvíhöfða þurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband