Stór tækifæri eða mikil áhætta?

Tekjuskapandi og sjálfbær nýting hvalaEf svo margir alþingismenn telja æskilegt að hefja hvalveiðar væri ekki úr vegi að þau hugleiði það sem fram kemur í þessum  pistli Arthúrs Björvins Bollasonar frá Þýskalandi um íslenska bankakerfið sem fluttur var í Speglinum á Rás 1 fyrir viku síðan. Í lokin sagði Arthúr:

"Því er svo við að bæta að það andaði raunverulega köldu í fyrsta sinn í garð Íslendinga í þýskum fjölmiðlum þegar þær fregnir bárust að nú væri ætlunin að hefja hvalveiðar að nýju. Fjölmiðlar hér voru sammála um að þetta væri köld gusa framan í ýmsar vinaþjóðir Íslendinga og óskiljanleg pólitísk heimska, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja."

Í umræddri þingsályktunartillögu stendur m.a.: "Stóru tækifærin felast hins vegar í útflutningi enda er innanlandsmarkaður afar takmarkaður." En ef svo stór tækifæri bíða virkilega erlendis (sem er algjörlega órökstutt) af hverju er þá leyfunum úthlutað til ákveðinna innlendra vildarvina en ekki boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu?

Það er áhyggjuefni að svo mörgum kjörnum fulltrúum okkar sé  ekki ljóst að orðstír þjóðarinnar hefur beðið gífurlegt tjón. Ekki hefur umfjöllun síðustu daga um orð Ólafs Ragnars hjálpað mikið til. Að láta sér hvalveiðar í léttu rúmi liggja er beinlínis að skvetta olíu á eldinn. Og hvaða gjaldeyristekjur höfum við svo af þessum veiðum? Eru alþingismenn örugglega með réttu ráði?


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með búsáhöldin?

Upptækt?Ég held nú að lögreglunni væri nær að vinna með fólkinu að því að losa Seðlabankann við þessa slímsettu óværu. Davíð lætur sér hagsmuni þjóðarinnar litlu varða enda mörg ár síðan að hann missti samband við almenning. Það er bara spurning um daga eða vikur hversu lengi hann getur þrjóskast við, en með hverjum deginum sem líður dregst það á langinn að hægt sé að byrja að byggja upp traust. 

Nú keppast Sjálfstæðismenn við að kenna EES samningnum um það hvernig fór fyrir fjármálakerfinu. Hins vegar eru ekki margir mánuðir síðan þeir héldu því blákalt fram að engin ástæða væri til að sækja um aðild að Evrópusambandinu af því að EES samningurinn væri okkur svo hagstæður!

 


mbl.is Sturlu bannað að þeyta lúðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband