23.11.2009 | 12:06
BH berst fyrir auknu íbúalýðræði
Ég held að borgarbúar og landsmenn yfirleitt ættu að velta því aðeins fyrir sér hvort að hagsmunamál íbúa og hagsmunamál stjórnmálaflokka fari yfirleitt saman. Í fréttum dagsins í dag er t.d. fjallað um nýja fyrirhugaða flugstöðvarbyggingu í Vatnsmýrinni.
Þarna mun samkvæmt þessu á einu besta og eftirsóknarverðasta svæði landsins vera samankomin gríðarstór spítali fyrir allt höfuðborgarsvæðið, tveir stórir háskólar, innanlandsflugvöllur og samgöngumiðstöð. Það munu fleiri tugir þúsunda þurfa að leggja leið sína á þetta svæði á degi hverjum, flestir á einkabílum. Þetta mun vafalaust enn auka við rykmengun, hávaðamengun og umferðartafir.
Hvers vegna ekki að endurtaka þessa kosningu í vor samhliða sveitastjórnarkosningum og gera úrslitin bindandi? Svar: Fjórflokkurinn vill ekki aukið íbúalýðræði því að það minnkar ítök sérhagsmunaafla.
![]() |
Borgarahreyfingin setur skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)