19.11.2009 | 21:35
Myndir sem segja meira en nokkur orð
19.11.2009 | 09:35
Nafnlaus áróður
Fyrirbærið atvinnuskopun.net á Suðurnesjum hefur sent frá sér pistil þar sem mótmælt er nokkrum fullyrðingum náttúruverndarsamtaka um fyrirhugað álver í Helguvík og orkuöflun fyrir það. Hjá fyrirbærinu kveður við kunnuglegan tón þar sem lítið er gert úr varnaðarorðum vísindamanna og talað niður til náttúruverndarfólks í niðrandi tón. Undir þennan pistil skrifar "Stjórn atvinnusköpunar.net" en við leit á heimasíðunni þeirra kemur ekkert fram um það hverjir standa á bak við fyrirbærið.
Það er ekki laust við að þetta rifji upp óskemmtilegar endurminningar í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði. Þar var markvisst gert lítið úr öllum sem gagnrýndu framkvæmdirnar og jafnvel gert áhlaup á fundi náttúruverndarsamtaka til að hindra þau í að senda frá sér ályktanir.
![]() |
Segja yfirlýsingu náttúruverndarfólks furðulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)