9.10.2009 | 13:24
Við nánari skoðun...
Ég held að fólk ætti fyrst af öllu að spá í hvort að núverandi fyrirkomulag hafi reynst okkur Reykvíkingum vel. Hér sitja 15 fulltrúar með tæp 7% atkvæða hver. 8 þeirra mynda svokallaðan meirihluta sem öllu ræður á meðan að hinir 7 ráða litlu sem engu. Nefndir og ráð eru skipuð á sama hátt - fulltrúar viðkomandi flokka í sömu hlutföllum. Oft á tíðum sitja þar börn borgarfulltrúanna enda gera þau bara það sem þeim er sagt og fá greitt fyrir.
Væri ekki betra að fá fleiri kjörna fulltrúa að borðinu þannig að hægt væri að tala um raunverulegt íbúalýðræði fremur en það flokksræði sem við höfum búið við? Það yrði örugglega ekki um fulla vinnu að ræða heldur e-s konar stjórnarsetu og greitt samkvæmt því. Um framkvæmdahliðina sæi fólk sem ráðið væri á faglegum forsendum. Heildarkostnaðurinn þyrfti ekki að vera hærri en sparnaður næðist þar sem að minni líkur væru á spillingu.
Ég held að þetta frumvarp sé vel þess virði að það sé skoðað með opnum augum. Í leiðinni teldi ég réttast að skoða sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarasvæðinu þar sem að sameiginlega hagsmuni má víða finna.
![]() |
Vilja að borgarfulltrúar verði 61 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |