5.10.2009 | 23:00
Douze points
Þráinn Bertelsson - douze points. Ég heyrði sem betur fer ekki allar ræðurnar en Þráinn talaði af skynsemi ólíkt flestum hinum - enda hreyfingarlaus með öllu og með engan leikstjóra nema sig sjálfan (naturellement). En skyldi amma hans enn vera á lífi?!?
Flest fólk verður skynsamara með aldrinum nema kannski þeir sem eytt hafa stórum hluta ævinnar á Alþingi eða fengið heilahrörnunarsjúkdóma á byrjunarstigi :o Væri ekki annars snjallt að spara í heilbrigðisþjónustunni með að setja lágmarkaldur á Alþingi 70 ár? Datt engum það í hug?
Svo væri auðvitað hægt að spara í fangelsismálum með að dæma fólk til að vera heima hjá sér og hlusta á beina útsendingu frá Alþingi - verri refsingu væri vart hægt að hugsa sér.
Botnsætið vermir hins vegar rjómabollan Bjarni Ben. Hann ætti betur heima í Kjúklingastræti en á Alþing (IMHO).
![]() |
Þurfum ekki að ræna ömmur okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)