Til þess eru vítin að varast þau

Gunnar Tómasson ætti að vita hvað hann segir. Hann starfaði í fjöldamörg ár fyrir AGS í Bandaríkjunum og hafði margsinnis varað við því hruni sem peningastefnan leiddi til árið 2008. Varnaðarorð hans náðu ekki eyrum íslenskra stjórnvalda, því er nú verr og miður.

the3monkeys.jpgNú varar Gunnar okkur enn og aftur við aðsteðjandi vanda og segir hvorki meira né minna en að raunveruleg hætta sé á þjóðargjaldþroti. Því miður virðast aðvörunarorð hans ekki berast þangað sem ákvarðanir eru teknar eða skyldu þau vera of stór biti að kyngja fyrir ráðalausa stjórnmálamenn og embættismenn?

Alþingismenn eru eins og óþekkir krakkar að rífast um það hver eigi sterkasta pabbann. Vandamálin eru yfirþyrmandi en þau leysast ekki með innihaldslausu orðagjálfri og ákvarðanafælni. Er til of mikils mælst að hlustað sé á Gunnar og mark tekið á orðum hans?


mbl.is Krónuskuld í gjaldeyrisskuld við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband